„Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 10:00 Píluveislan hefst í kvöld. vísir/getty Jólin eru ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur einnig hátíð píluíþróttarinnar. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í London í kvöld. Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55. Pílukast Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55.
Pílukast Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira