„Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 10:00 Píluveislan hefst í kvöld. vísir/getty Jólin eru ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur einnig hátíð píluíþróttarinnar. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í London í kvöld. Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55. Pílukast Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55.
Pílukast Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira