Baldur kaupir félagsheimilið á Fellsströnd Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 07:47 Sigrún Birna Halldórsdóttir, Steinunn Helga Halldórsdóttir, Baldur Ingvarsson og Björn Bjarni Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritun kaupsamningsins. Aðsend La Dolce Vita ehf., félag í eigu Baldurs Ingvarssonar hefur fest kaup á félagsheimilinu að Staðarfelli á Fellsströnd af sveitarfélaginu Dalabyggð, Kvenfélaginu Hvöt og Ungmennafélaginu Dögun. Baldur hefur starfað sem staðarhaldari á Staðarfelli. Greint er frá kaupunum í tilkynningu. Þar segir að félagsheimilið að Staðarfelli hafi verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströndinni um áratugaskeið. „Kaupin fela meðal annars í sér að Ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd er heimiluð afnot af Félagsheimilinu að Staðarfelli til að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, félagsfundi og annað menningarstarf sveitarinnar hverju sinni í fullu samráði og samstarfi við nýjan eiganda. Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðsend Allir hlutaðeigendur hafa átt náin og góð samskipti varðandi viðskiptin og eru einhuga um samvinnu og samstarf til framtíðar. Það er öllum í hag að uppbygging svæðisins gangi sem best og félagsheimilið sé sjálfbær eining í rekstri. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar ritaði undir fyrir hönd Dalabyggðar á sólríkum föstudegi og óskaði nýjum eiganda velfarnaðar, gæfu og giftusemi. Samstaða ríkir í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi og falla þessi kaup vel að þeirri framtíðarsýn. Félagsheimilið Staðarfell á Fellsströnd.SSV Þess ber að geta að fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar rituðu undir systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað en foreldrar þeirra skrifuðu undir skjölin þegar félagsheimilið var stækkað árið 1960 og amma þeirra Steinunn Þorgilsdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar árið 1928 þegar samþykkt var að félagsheimilið yrði byggt en það var reist árið 1931,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Baldri Ingvarssyni, nýjum eiganda Staðarfells, að uppbygging Staðarfells sé langtíma sóknarverkefni sem þarfnist náinnar samvinnu og samstarfs við staðbundna verslun og þjónustu. „Kaupin á félagsheimilinu styðja við það einstaka samfélag sem fyrir er á Fellsströnd. Framundan eru gjöfulir tímar í endurgerð þessa fágæta og fallega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur. Dalabyggð Tengdar fréttir Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Greint er frá kaupunum í tilkynningu. Þar segir að félagsheimilið að Staðarfelli hafi verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströndinni um áratugaskeið. „Kaupin fela meðal annars í sér að Ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd er heimiluð afnot af Félagsheimilinu að Staðarfelli til að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, félagsfundi og annað menningarstarf sveitarinnar hverju sinni í fullu samráði og samstarfi við nýjan eiganda. Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðsend Allir hlutaðeigendur hafa átt náin og góð samskipti varðandi viðskiptin og eru einhuga um samvinnu og samstarf til framtíðar. Það er öllum í hag að uppbygging svæðisins gangi sem best og félagsheimilið sé sjálfbær eining í rekstri. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar ritaði undir fyrir hönd Dalabyggðar á sólríkum föstudegi og óskaði nýjum eiganda velfarnaðar, gæfu og giftusemi. Samstaða ríkir í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi og falla þessi kaup vel að þeirri framtíðarsýn. Félagsheimilið Staðarfell á Fellsströnd.SSV Þess ber að geta að fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar rituðu undir systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað en foreldrar þeirra skrifuðu undir skjölin þegar félagsheimilið var stækkað árið 1960 og amma þeirra Steinunn Þorgilsdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar árið 1928 þegar samþykkt var að félagsheimilið yrði byggt en það var reist árið 1931,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Baldri Ingvarssyni, nýjum eiganda Staðarfells, að uppbygging Staðarfells sé langtíma sóknarverkefni sem þarfnist náinnar samvinnu og samstarfs við staðbundna verslun og þjónustu. „Kaupin á félagsheimilinu styðja við það einstaka samfélag sem fyrir er á Fellsströnd. Framundan eru gjöfulir tímar í endurgerð þessa fágæta og fallega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur.
Dalabyggð Tengdar fréttir Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34