Stöð 2 Sport 2
Drátturinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 11:00 og í kjölfarið verður dregið bæði í Evrópu- og Sambandsdeildinni klukkan 12:00 og 13:00.
Klukkan 20:00 verður þátturinn Lögmál leiksins sýndur þar sem farið verður yfir allt það helsta í NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Atalanta og Salernitana í ítölsku Serie A verður í beinni útsendingu klukkan 19:35.
Stöð 2 Esport
Strákarnir í GameTíví mæta á skjáinn klukkan 20:00 og fara með okkur yfir allt það helsta í tölvuleikjaheiminum.
Vodafone Sport
Klukkan 18:55 hefst bein útsending frá Alexandra Palace þar sem heimsmeistaramótið í pílukasti fer fram. Í kvöld er Gerwyn Price á meðal keppenda og því má búast við mikilli stemmningu.