Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Aðstandendur og fólk með fíknisjúkdóma mótmæla einna helst löngum biðlistum í meðferð og afeitrun. Ég tek þessi mál reglulega upp á Alþingi enda er það óásættanlegt að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Við getum ekki sætt okkur við að fólk, ungt fólk, deyi unnvörpum. Við erum með skelfilegar tölur um það - þetta blasir við okkur á minningarsíðum Morgunblaðsins. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur sannarlega tekið fjölmörg jákvæð skref í málaflokknum á þessu kjörtímabili. Hann hefur lagt áherslu á viðhaldsmeðferðir, sett aukna fjármuni í neyslurými og varnir gegn ofskömmtun. Og við sjáum merki þess í fjárlögum, m.a. með styrkjum til félagasamtaka og áherslunni á baráttunni við ópíóðafíkn. Stjórnvöld verða samt að gera betur. Takmarkaður áhugi samfélagsins á aðstæðum fólk með vímuefnavanda getur bara skýrst af neikvæðu viðhorfi í garð þessa sjúklingahóps. Þetta er bara eitthvað annað fólk, fólk með áfallasögu – fólk sem er ekki viðbjargandi. En í þessu litla samfélagi okkar eru þetta börnin okkar, systkini, foreldrar, frændfólk, vinir, nágrannar. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við fíknisjúkdóm. Og við verðum að leggjast á árarnar við að greiða aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu. Samtökin stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingis, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá í baráttunni við fíkn. Gjörningurinn var áhrifamikill, fallegur og táknrænn. Hann snerti mig inn að hjartarótum og vakti mikla athygli þingmanna á mikilvægri og virðingarverðri baráttu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Alþingi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Aðstandendur og fólk með fíknisjúkdóma mótmæla einna helst löngum biðlistum í meðferð og afeitrun. Ég tek þessi mál reglulega upp á Alþingi enda er það óásættanlegt að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Við getum ekki sætt okkur við að fólk, ungt fólk, deyi unnvörpum. Við erum með skelfilegar tölur um það - þetta blasir við okkur á minningarsíðum Morgunblaðsins. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur sannarlega tekið fjölmörg jákvæð skref í málaflokknum á þessu kjörtímabili. Hann hefur lagt áherslu á viðhaldsmeðferðir, sett aukna fjármuni í neyslurými og varnir gegn ofskömmtun. Og við sjáum merki þess í fjárlögum, m.a. með styrkjum til félagasamtaka og áherslunni á baráttunni við ópíóðafíkn. Stjórnvöld verða samt að gera betur. Takmarkaður áhugi samfélagsins á aðstæðum fólk með vímuefnavanda getur bara skýrst af neikvæðu viðhorfi í garð þessa sjúklingahóps. Þetta er bara eitthvað annað fólk, fólk með áfallasögu – fólk sem er ekki viðbjargandi. En í þessu litla samfélagi okkar eru þetta börnin okkar, systkini, foreldrar, frændfólk, vinir, nágrannar. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við fíknisjúkdóm. Og við verðum að leggjast á árarnar við að greiða aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu. Samtökin stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingis, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá í baráttunni við fíkn. Gjörningurinn var áhrifamikill, fallegur og táknrænn. Hann snerti mig inn að hjartarótum og vakti mikla athygli þingmanna á mikilvægri og virðingarverðri baráttu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar