Sport

Van Gerwen flaug á­fram en James Wade er úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Michael van Gerwen er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti.
Michael van Gerwen er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti. Tom Dulat/Getty Images

Hollendingurinn Michael van Gerwen sýndi úr hverju hann er gerður þegar hann tryggði sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti með öruggum 3-0 sigri gegn Keane Barry. Englendingurinn James Wade er hins vegar óvænt fallinn úr leik.

Van Gerwen og Barry mættust í síðustu viðureign dagsins í Alexandra Palace og eftir að hafa hikstað örlítið í fyrsta legg setti sá hollenski í fluggírinn. Hann vann fyrsta settið 3-1, sem og það næsta, áður en hann tryggði sér sigur í leiknum með 3-0 sigri í þriðja settinu.

Hins vegar er Englendingurinn James Wade óvænt fallinn úr leik eftir tap gegn Kanadamanninum Matt Campbell. Wade situr í 13. sæti heimslista PDC, en Campbell í 57. sæti, og því bjuggust flestir við því að sá fyrrnefndi myndi tryggja sér sæti í 32-manna úrslitum.

Wade vann fyrsta settið 3-1 áður en Campbell jafnaði metin með 3-1 sigri í örðu setti. Aftur vann Wade 3-1 í þriðja setti, en 3-0 sigur Campbell í fjórða settinu tryggði Kanadmanninum möguleika á óvæntum sigri í oddasetti.

Fór það svo að Campbell vann oddasettið 3-1 og er þar með kominn í 32-manna úrslit á kostnað James Wade sem situr eftir með sárt ennið.

Öll úrslit dagsins

Ian White 1-3 Tomoya Goto

Ritchie Edhouse 2-3 Jeffrey de Graaf

Keegan Brown 1-3 Boris Krcmar

James Wade 2-3 Matt Campbell

Steve Beaton 3-1 Wessel Nijman

Mike De Decker 3-0 Dragutin Horvat

Ricardo Pietreczko 3-0 Mikuru Suzuki

Michael van Gerwen 3-0 Keane Barry




Fleiri fréttir

Sjá meira


×