Fimm leikmenn litu rautt eftir slagsmál Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 18:46 Slagsmál brutust út í fagnaðarlátum Diyarbekirspor Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil. Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15