Sport

Ís­lenskur hópur mætir í sér­hönnuðum jakka­fötum í Ally Pally

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er alltaf mikið fjör og mikið gaman á áhorfendapöllunum í Alexandra Palace.
Það er alltaf mikið fjör og mikið gaman á áhorfendapöllunum í Alexandra Palace. Getty/Zac Goodwin

Heimsmeistaramótið í pílukasti er i fullum gangi og það er mikið um dýrðir á hverju kvöldi í Alexandra Palace eða Ally Pally eins og hún er jafnan kölluð.

Áhorfendur mæta flestir í salinn í skemmtilegum búningum og gleðin er mikil í höllinni þar sem bestu píluspilarar heims keppa um heimsmeistaratitilinn.

Páll Sævar Guðjónsson lýsir keppninni á Vodafone Sport og hann sagði frá leyndarmáli í heimsókn sinni í morgunútvarpið á Rás 2.

„Það er gaman að segja frá því og ég ætla að segja frá smá leyndarmáli,“ sagði Páll Sævar í viðtali við Huldu Geirsdóttur og Rúnar Róbertsson.

„Það er 22 manna hópur frá Íslandi sem er núna að fara í höllina 29. desember þegar átta manna úrslitin fara fram. Það er búið að búa til sérstök jakkaföt,“ sagði Páll Sævar.

„Þau jakkaföt eiga eftir að slá í gegn en ég ætla ekki að segja meira. Þetta verður athyglisvert,“ sagði Páll.

„Ég hvet ykkur til að fylgjast með kvölddagskránni 29. desember og sjá þennan viðburð vegna þess að sætin sem þessi hópur er með eru fremst við sviðið. Ég er alveg sannfærður um það að þessi hópur verður í mynd allt kvöldið,“ sagði Páll.

Útsendingin frá heimsmeistaramótinu hefst í dag á Vodafone Sport klukkan 12.25.


Tengdar fréttir

Varð fyrir býfluguárás í Ally Pally

Enski pílukastarinn Ross Smith lenti í heldur óskemmtilegri uppákomu eftir sigurinn á Niels Zonneveld, 3-1, á HM í Alexandra höllinni í London í gær.

Sextán ára strákur stal senunni

Luke Littler hefur vakið mikla athygli og er sannkallað undrabarn í pílukasti. Þessi sextán ára gamli strákur stal algjörlega senunni þegar hann þreytti frumraun sína á heimsmeistaramótinu í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×