Þverskorin ýsa og hamsatólg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 22. desember 2023 11:00 Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstæð móðir með 4 börn) voru ein þeirra fjölskyldna sem hafði ekki mikið á milli handanna. En það var hún amma Sigga (Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem færði okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátæk fjölskylda hafði ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víðimelnum þegar maginn var tómur. Hjá henni smakkaði ég í fyrsta sinn á ævinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur. En mikið hlakkaði manni nú til jólanna Þegar hugsað er til jólanna á bernskuárunum þá man ég svo vel hvað tilhlökkunin var mikil. Maður hlakkaði til að fá hátíðarmat og annað, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borðum yfir árið. Algengur matur á þá daga var þverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auðvitað. Mesta tilhlökkun barns var sannarlega að fá pakka. Gjafir voru oft eitthvað hentugt. Ein minning um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og það voru jólin þegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafði sagt mömmu að mig langaði í töflur því stelpurnar í bekknum voru í svoleiðis. Ég upplifi enn stundum mínútuna þegar ég opnaði þennan pakka og vissi að í honum voru töflur. Hjartað var að springa og spenningurinn eftir því. Vá hvað ég yrði smart í nýju töflunum þegar ég kæmi í skólann eftir áramótin. Með aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekið á sig aðrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú að margt það sem einkenndi jólin áður fyrr getur fólk nú fengið allt árið um kring. Það er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir aðeins stórhátíðum. Það er þó sannarlega tilhlökkunarefni að upplifa jólaljósaflóðið og hvíld frá daglegu amstri er kærkomin. Börnin og jólin Það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er alltaf jafn gaman að fylgjast með börnunum og upplifa jólin í gegnum þau. Það yljar að sjá spenning og tilhlökkun þeirra. Þess vegna er það líka svo vont að vita að ekki öll börn geta haldið gleðileg jól eða verið áhyggjulaus yfir þessa miklu „hátíð barnanna“. Í Reykjavík er dágóður hópur barna og foreldra þeirra sem búa við erfiðar aðstæður t.d. v. fátæktar eða veikinda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn eiga oft erfiða daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvaða tími ársins er. Gæðum er misskipt. Ef maður hefur ekki öruggt húsaskjól eða mat á diskinn þá er erfitt að hlakka til nokkurs. Ég trúi því að allir hafi tækifæri og geti fundið tilefni til að vera þessi „amma eða afi, frændi eða frænka, vinur eða nágranni“ sem getur látið gott að sér leiða til barna sem búa við skort eða vanlíðan hvort heldur þau eru nær eða fjær. Fyrir fjölskyldur sem búa við góðar aðstæður bíður skemmtilegur tími. Börn sem geta notið jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir með þeim um aldur og ævi. Gleðileg jól. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstæð móðir með 4 börn) voru ein þeirra fjölskyldna sem hafði ekki mikið á milli handanna. En það var hún amma Sigga (Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem færði okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátæk fjölskylda hafði ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víðimelnum þegar maginn var tómur. Hjá henni smakkaði ég í fyrsta sinn á ævinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur. En mikið hlakkaði manni nú til jólanna Þegar hugsað er til jólanna á bernskuárunum þá man ég svo vel hvað tilhlökkunin var mikil. Maður hlakkaði til að fá hátíðarmat og annað, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borðum yfir árið. Algengur matur á þá daga var þverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auðvitað. Mesta tilhlökkun barns var sannarlega að fá pakka. Gjafir voru oft eitthvað hentugt. Ein minning um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og það voru jólin þegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafði sagt mömmu að mig langaði í töflur því stelpurnar í bekknum voru í svoleiðis. Ég upplifi enn stundum mínútuna þegar ég opnaði þennan pakka og vissi að í honum voru töflur. Hjartað var að springa og spenningurinn eftir því. Vá hvað ég yrði smart í nýju töflunum þegar ég kæmi í skólann eftir áramótin. Með aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekið á sig aðrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú að margt það sem einkenndi jólin áður fyrr getur fólk nú fengið allt árið um kring. Það er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir aðeins stórhátíðum. Það er þó sannarlega tilhlökkunarefni að upplifa jólaljósaflóðið og hvíld frá daglegu amstri er kærkomin. Börnin og jólin Það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er alltaf jafn gaman að fylgjast með börnunum og upplifa jólin í gegnum þau. Það yljar að sjá spenning og tilhlökkun þeirra. Þess vegna er það líka svo vont að vita að ekki öll börn geta haldið gleðileg jól eða verið áhyggjulaus yfir þessa miklu „hátíð barnanna“. Í Reykjavík er dágóður hópur barna og foreldra þeirra sem búa við erfiðar aðstæður t.d. v. fátæktar eða veikinda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn eiga oft erfiða daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvaða tími ársins er. Gæðum er misskipt. Ef maður hefur ekki öruggt húsaskjól eða mat á diskinn þá er erfitt að hlakka til nokkurs. Ég trúi því að allir hafi tækifæri og geti fundið tilefni til að vera þessi „amma eða afi, frændi eða frænka, vinur eða nágranni“ sem getur látið gott að sér leiða til barna sem búa við skort eða vanlíðan hvort heldur þau eru nær eða fjær. Fyrir fjölskyldur sem búa við góðar aðstæður bíður skemmtilegur tími. Börn sem geta notið jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir með þeim um aldur og ævi. Gleðileg jól. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun