Þverskorin ýsa og hamsatólg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 22. desember 2023 11:00 Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstæð móðir með 4 börn) voru ein þeirra fjölskyldna sem hafði ekki mikið á milli handanna. En það var hún amma Sigga (Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem færði okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátæk fjölskylda hafði ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víðimelnum þegar maginn var tómur. Hjá henni smakkaði ég í fyrsta sinn á ævinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur. En mikið hlakkaði manni nú til jólanna Þegar hugsað er til jólanna á bernskuárunum þá man ég svo vel hvað tilhlökkunin var mikil. Maður hlakkaði til að fá hátíðarmat og annað, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borðum yfir árið. Algengur matur á þá daga var þverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auðvitað. Mesta tilhlökkun barns var sannarlega að fá pakka. Gjafir voru oft eitthvað hentugt. Ein minning um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og það voru jólin þegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafði sagt mömmu að mig langaði í töflur því stelpurnar í bekknum voru í svoleiðis. Ég upplifi enn stundum mínútuna þegar ég opnaði þennan pakka og vissi að í honum voru töflur. Hjartað var að springa og spenningurinn eftir því. Vá hvað ég yrði smart í nýju töflunum þegar ég kæmi í skólann eftir áramótin. Með aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekið á sig aðrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú að margt það sem einkenndi jólin áður fyrr getur fólk nú fengið allt árið um kring. Það er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir aðeins stórhátíðum. Það er þó sannarlega tilhlökkunarefni að upplifa jólaljósaflóðið og hvíld frá daglegu amstri er kærkomin. Börnin og jólin Það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er alltaf jafn gaman að fylgjast með börnunum og upplifa jólin í gegnum þau. Það yljar að sjá spenning og tilhlökkun þeirra. Þess vegna er það líka svo vont að vita að ekki öll börn geta haldið gleðileg jól eða verið áhyggjulaus yfir þessa miklu „hátíð barnanna“. Í Reykjavík er dágóður hópur barna og foreldra þeirra sem búa við erfiðar aðstæður t.d. v. fátæktar eða veikinda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn eiga oft erfiða daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvaða tími ársins er. Gæðum er misskipt. Ef maður hefur ekki öruggt húsaskjól eða mat á diskinn þá er erfitt að hlakka til nokkurs. Ég trúi því að allir hafi tækifæri og geti fundið tilefni til að vera þessi „amma eða afi, frændi eða frænka, vinur eða nágranni“ sem getur látið gott að sér leiða til barna sem búa við skort eða vanlíðan hvort heldur þau eru nær eða fjær. Fyrir fjölskyldur sem búa við góðar aðstæður bíður skemmtilegur tími. Börn sem geta notið jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir með þeim um aldur og ævi. Gleðileg jól. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstæð móðir með 4 börn) voru ein þeirra fjölskyldna sem hafði ekki mikið á milli handanna. En það var hún amma Sigga (Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem færði okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátæk fjölskylda hafði ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víðimelnum þegar maginn var tómur. Hjá henni smakkaði ég í fyrsta sinn á ævinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur. En mikið hlakkaði manni nú til jólanna Þegar hugsað er til jólanna á bernskuárunum þá man ég svo vel hvað tilhlökkunin var mikil. Maður hlakkaði til að fá hátíðarmat og annað, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borðum yfir árið. Algengur matur á þá daga var þverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auðvitað. Mesta tilhlökkun barns var sannarlega að fá pakka. Gjafir voru oft eitthvað hentugt. Ein minning um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og það voru jólin þegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafði sagt mömmu að mig langaði í töflur því stelpurnar í bekknum voru í svoleiðis. Ég upplifi enn stundum mínútuna þegar ég opnaði þennan pakka og vissi að í honum voru töflur. Hjartað var að springa og spenningurinn eftir því. Vá hvað ég yrði smart í nýju töflunum þegar ég kæmi í skólann eftir áramótin. Með aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekið á sig aðrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú að margt það sem einkenndi jólin áður fyrr getur fólk nú fengið allt árið um kring. Það er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir aðeins stórhátíðum. Það er þó sannarlega tilhlökkunarefni að upplifa jólaljósaflóðið og hvíld frá daglegu amstri er kærkomin. Börnin og jólin Það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er alltaf jafn gaman að fylgjast með börnunum og upplifa jólin í gegnum þau. Það yljar að sjá spenning og tilhlökkun þeirra. Þess vegna er það líka svo vont að vita að ekki öll börn geta haldið gleðileg jól eða verið áhyggjulaus yfir þessa miklu „hátíð barnanna“. Í Reykjavík er dágóður hópur barna og foreldra þeirra sem búa við erfiðar aðstæður t.d. v. fátæktar eða veikinda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn eiga oft erfiða daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvaða tími ársins er. Gæðum er misskipt. Ef maður hefur ekki öruggt húsaskjól eða mat á diskinn þá er erfitt að hlakka til nokkurs. Ég trúi því að allir hafi tækifæri og geti fundið tilefni til að vera þessi „amma eða afi, frændi eða frænka, vinur eða nágranni“ sem getur látið gott að sér leiða til barna sem búa við skort eða vanlíðan hvort heldur þau eru nær eða fjær. Fyrir fjölskyldur sem búa við góðar aðstæður bíður skemmtilegur tími. Börn sem geta notið jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir með þeim um aldur og ævi. Gleðileg jól. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun