Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics, bein útsending hefst klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport 2.
Á aðalrás Stöð 2 Sport verður svo heimildarmyndin Ölli sýnd klukkan 22:35–23:40. Örlygur Aron Sturluson sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann hóf feril sinn árið 1997, aðeins 16 ára gamall með meistaraflokki Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari árið 1998. Hann lést af slysförum 16. janúar árið 2000. Myndin rekur feril Örlygs og gefur áhorfandanum tækifæri á að kynnast þessum einstaka dreng í gegnum vini hans, þjálfara, mótspilara og ættingja.