Hróður Hjólahvíslarans nær út í heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 18:45 Bjartmar með hjól, eitt af mörgum sem hann hefur endurheimt. Bjartmar Leósson Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni. Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér. Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér.
Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00
Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13