Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 09:53 Lauren Boebert, hefur verið mikið milli tannanna á fólki vestanhafs á þessu ári. AP/Stephanie Scarbrough Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Frisch safnað að minnsta kosti 7,7 milljónum tala í kosningasjóði sína en Boebert einungis 2,4 milljónum. Í kosningunum 2022 vann Boebert Frish með einungis nokkur hundruð atkvæðum. Kjördæmið sem hún ætlar að bjóða sig fram í þykir það íhaldssamasta í Colorado en þingmaðurinn Ken Buck hefur lengi setið í því en er að setjast í helgan stein. Í forsetakosningunum 2020 sigraði Trump Joe Biden í umræddu kjördæmi með um tuttugu prósentustigum. Hann sigraði kjördæmi Boebert með átta prósentustigum. Hún stóð einnig frammi fyrir öflugum andstæðingi í forvali í kjördæmi sínu. Andstæðingur hennar, Jeff Hurd, hefur safnað álíka miklum peningum og hún. Í myndbandsávarpi sem hún birti í gær segir Boebert að skipti hennar muni hjálpa Repúblikanaflokknum að halda sínu gamla kjördæmi og sakaði ríkt fólk í Aspen í Colorado, George Soros og leikara í Hollywood um að reyna að kaupa þingsætið. Þar segir Boebert einnig að þetta ár hafi reynst henni erfitt vegna skilnaðar hennar og vegna myndbands af henni og manni í leikhúsi sem vakti mikla hneykslan. Það atvik kom töluvert niður á vinsældum hennar í kjördæmi hennar og hefur hún ítrekað beðist afsökunar á því á fundum í kjördæminu. Boebert segist ætla að flytja í nýja kjördæmið, þó lög Bandaríkjanna segi til um að þingmenn þurfi ekki að búa í kjördæmunum sem þeir bjóða sig fram í, heldur í ríkinu sem kjördæmið er í. Naut strax mikillar athygli Áður en Boebert var kjörin á þing árið 2020 barðist hún fyrir auknum réttinum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum og átti veitingastað í bænum Rifle, þar sem þemað var skotvopn. Eitt af því fyrsta sem hún gerði á þingi var að reyna að komast inn í þingsal með skammbyssu. Hún varð fljótt mjög áberandi meðal helstu stuðningsmanna Donalds Trump á þingi og hefur tilheyrt hópi innan þingflokks Repúblikanaflokksins sem kallast Freedom Caucus. Þingmenn sem tilheyra þessum hópi komu að því að velta Kevin McCarthy úr embætti þingforseta í haust.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45 Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17. september 2023 21:45
Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. 27. apríl 2021 09:06