Kynngimagnaður leikur hjá Dobey og Smith Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 16:24 Chris Dobey er kominn í sextán manna úrslit á HM í pílukasti eftir sigur á Ross Smith, 4-2, í frábærum leik. getty/John Walton Chris Dobey, Joe Cullen og Stephen Bunting tryggðu sér sæti í sextán manna úrslitum á HM í pílukasti í dag. Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira