Orð ársins er skortur Ingólfur Bender skrifar 29. desember 2023 11:30 Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Húsnæðismál Orkumál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun