Eigandinn kastaði drykk yfir stuðningsmenn félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 14:01 David Tepper er ekki að gera frábæra hluti sem eigandi Carolina Panthers liðsins. Getty/Jane Gershovich Carolina Panthers mátti þola háðuglegt tap í NFL-deildinni á Gamlársdag og eigandinn David Tepper var allt annað en ánægður með gang mála. Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024 NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira