Jón segir ríkisstjórnina komna á endastöð Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2024 13:17 Jón Gunnarsson. Hafi Bjarni Benediktsson vonast til þess að Jón yrði til friðs á þinginu hefur honum ekki orðið að ósk sinni. Jón segir að eftir kjarasamninga hafi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekkert erindi. vísir/vilhelm Helsti stjórnarandstæðingurinn á þingi núna kemur úr röðum stjórnarþingmanna. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er fulltrúi hundóánægðra þingmanna sem telja fráleitt að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali um að nú þurfi að gera orkustefnu til framtíðar. „Þetta er eins og veggur fyrir framan okkur. Sem við rekum okkur á. Þegar forsætisráðherra talar um að það þurfi að fara að gera einhverja orkustefnu hér til framtíðar er eins og að tala um að það þurfi einhverjar brunareglugerðir meðan Róm brennur,“ segir Jón sem var í viðtali í Bítinu í morgun. Orkumálin eru ásteitingarsteinn Þar var rædd bullandi óánægja með orkuframleiðslu og dreifingu orkunnar. Jón fer fyrir óánægðum stjórnarþingmönnum og er ekki einn á ferð, að sögn. „Það er auðvitað við sama heygarðshornið á þeim bænum þegar kemur að orkumálum og nú er komin upp sú staða að þetta getur ekki gengið lengur.“ Jón sagði að stöðunni hafi verið gerð ágæt skil í bók Össurar Skarphéðinssonar sem hann gaf út 2013 og kallaði Ár drekans. Þar sagði hann að gerður hafi verið samningur við Vg um rammaáætlun, að setja mætti hana á ís ef þau gætu haldið áfram með aðildarviðræður við ESB. Afleiðingarnar eru þær að ekkert varð úr neinu. Og afleiðingarnar blasa við í dag. Formenn stjórnarflokkana. Það er að sjóða uppúr milli þingflokks Sjálfsstæðismanna og Vinstri grænna vegna orkumálanna.vísir/vilhelm „Þrátt fyrir að gerðar hafi verið heiðarlegar tilraunir til að gera sátt erum við enn í þeirri sömu stöðu með það að geta haldið áfram með að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti eins og við höfum orð á okkur fyrir að gera. Þá fer forsætisráðherra að kalla eftir enn einni skýrslunni! Það er búið að gera fullt af skýrslum, Hvítbók og annað um þessi mál. Þetta eru þessir tafaleikir sem gjarnan eru lagðir til þegar menn eru komnir út í horn, að tefja og við komumst ekkert áfram,“ sagið Jón í samtali við þá Bítisbræður Heimi Karlsson og Sindra Sindrason. Vinstri græn standa í vegi fyrir orkumálunum Nú hillir undir tímamótasamkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins og þátttöku hins opinbera, til að tryggja stöðugleika, að vinna megi að vinna á verðbólgu og lækkað hér vexti. Þá kemur að ábyrgð ríkisins og þingsins að stuðla að því að það fari hér af stað meiri verðmætasköpun, meiri atvinnusköpun í verðmætum sköpum á grundvelli orkunnar sem eru hin augljósu tækifæri okkar. Þá getum við líka hætt að tala um allar þessar skattahækkanir og gjaldtökuhækkunar hvort sem það er á atvinnulíf og einstaklinga. „Þá stækkum við kökuna og það verður miklu meira en nóg fyrir alla og við getum gert það sem okkur dreymir öllu um að gera í okkar ágæta landi.“ Þegar Jón var spurður hvað það þýddi að segja þetta ekki ganga lengur sagði hann: „Ég hef ekki sagt neitt annað en það sem augljóst er og allir þekkja sem fylgjast með þessari pólitík. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi þá finnst mér ekki mikið erindi eftir fyrir þessa ríkisstjórn eftir að tekist hefur að ljúka viðræðum við aðila vinnumarkaðarins og tekist að ljúka tímamótasamningum. Þá verðum við að geta haldið áfram. Og ég ber bara ekkert traust til þessarar ríkisstjórnar. Ég er ekki að segja neitt sem ætti að koma á óvart, ég er bara að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Það kemur að því að taka verður á þessum mikilvægu málaflokkum sem eru grunnurinn að því að við getum haldið áfram skynsamlegri uppbyggingu. Ég er ekki sá eini,“ sagði Jón en sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér ofar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Bítið Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Þetta er eins og veggur fyrir framan okkur. Sem við rekum okkur á. Þegar forsætisráðherra talar um að það þurfi að fara að gera einhverja orkustefnu hér til framtíðar er eins og að tala um að það þurfi einhverjar brunareglugerðir meðan Róm brennur,“ segir Jón sem var í viðtali í Bítinu í morgun. Orkumálin eru ásteitingarsteinn Þar var rædd bullandi óánægja með orkuframleiðslu og dreifingu orkunnar. Jón fer fyrir óánægðum stjórnarþingmönnum og er ekki einn á ferð, að sögn. „Það er auðvitað við sama heygarðshornið á þeim bænum þegar kemur að orkumálum og nú er komin upp sú staða að þetta getur ekki gengið lengur.“ Jón sagði að stöðunni hafi verið gerð ágæt skil í bók Össurar Skarphéðinssonar sem hann gaf út 2013 og kallaði Ár drekans. Þar sagði hann að gerður hafi verið samningur við Vg um rammaáætlun, að setja mætti hana á ís ef þau gætu haldið áfram með aðildarviðræður við ESB. Afleiðingarnar eru þær að ekkert varð úr neinu. Og afleiðingarnar blasa við í dag. Formenn stjórnarflokkana. Það er að sjóða uppúr milli þingflokks Sjálfsstæðismanna og Vinstri grænna vegna orkumálanna.vísir/vilhelm „Þrátt fyrir að gerðar hafi verið heiðarlegar tilraunir til að gera sátt erum við enn í þeirri sömu stöðu með það að geta haldið áfram með að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti eins og við höfum orð á okkur fyrir að gera. Þá fer forsætisráðherra að kalla eftir enn einni skýrslunni! Það er búið að gera fullt af skýrslum, Hvítbók og annað um þessi mál. Þetta eru þessir tafaleikir sem gjarnan eru lagðir til þegar menn eru komnir út í horn, að tefja og við komumst ekkert áfram,“ sagið Jón í samtali við þá Bítisbræður Heimi Karlsson og Sindra Sindrason. Vinstri græn standa í vegi fyrir orkumálunum Nú hillir undir tímamótasamkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins og þátttöku hins opinbera, til að tryggja stöðugleika, að vinna megi að vinna á verðbólgu og lækkað hér vexti. Þá kemur að ábyrgð ríkisins og þingsins að stuðla að því að það fari hér af stað meiri verðmætasköpun, meiri atvinnusköpun í verðmætum sköpum á grundvelli orkunnar sem eru hin augljósu tækifæri okkar. Þá getum við líka hætt að tala um allar þessar skattahækkanir og gjaldtökuhækkunar hvort sem það er á atvinnulíf og einstaklinga. „Þá stækkum við kökuna og það verður miklu meira en nóg fyrir alla og við getum gert það sem okkur dreymir öllu um að gera í okkar ágæta landi.“ Þegar Jón var spurður hvað það þýddi að segja þetta ekki ganga lengur sagði hann: „Ég hef ekki sagt neitt annað en það sem augljóst er og allir þekkja sem fylgjast með þessari pólitík. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi þá finnst mér ekki mikið erindi eftir fyrir þessa ríkisstjórn eftir að tekist hefur að ljúka viðræðum við aðila vinnumarkaðarins og tekist að ljúka tímamótasamningum. Þá verðum við að geta haldið áfram. Og ég ber bara ekkert traust til þessarar ríkisstjórnar. Ég er ekki að segja neitt sem ætti að koma á óvart, ég er bara að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Það kemur að því að taka verður á þessum mikilvægu málaflokkum sem eru grunnurinn að því að við getum haldið áfram skynsamlegri uppbyggingu. Ég er ekki sá eini,“ sagði Jón en sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér ofar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Bítið Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira