Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 07:50 Luke Littler fagnar sigri í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Getty/Tom Dulat Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira