Luke Littler: Á eftir að finna gjöf fyrir mömmu sína og pabba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Luke Littler er með fjölskyldu sína í salnum í Ally Pally. Getty/Warren Little Luke Littler hefur á örskömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn og orðið einn frægasti íþróttamaðurinn í Bretlandi eftir stórkostlega frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sjá meira
Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sjá meira
Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50
Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38
Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31
„Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01