Humphries heimsmeistari árið 2024 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 19:32 Luke Humphries með bikarinn hátt á lofti. Vísir/Getty Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Pílukast Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira