Vaxandi raforkusala á almennum markaði Heimir Þórisson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun