Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 22:31 Vilhjálmur Birgisson er vongóður um að hægt verði að gera nýja kjarasamninga fyrir lok mánaðarins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. Á fundinum verða auk Vilhjálms Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Eiður Stefánsson fyrir Landssamband verslunarmanna og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn. „Við munum fara yfir okkar áherslur og hvernig þeirra aðkoma þarf að vera. Að því sem ég vil kalla þjóðarsátt. Hvernig það geti raungerst og aðkoma stjórnvalda skiptir þar miklu máli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mikinn ávinning fyrir bæði ríki og sveitarfélög að fara þessa leið og að ávinningurinn sé miklu meiri en kostnaðurinn sem myndi skapast við að fara hana ekki. Hann segir verkalýðsforystuna hafa átt í óformlegum samskiptum við stjórnvöld og að þau samskipti hafi verið góð. Á fundinum á morgun verði samskiptin formlegri og að þar verði lögð fram sundurliðaðar áherslur verkalýðsforystunnar. „Það er líka til að auðvelda þeim að stilla upp og mæla út frá hinum ýmsu líkönum þegar slíkt er gert,“ segir hann og að það sem komi að stjórnvöldum lúti að miklu leyti að tilfærslukerfunum og húsnæðismálum. „Það þarf að ná tökum á húsnæðisvandanum hérna. En við munum fara yfir þessi mál með þeim á fundinum á morgun,“ segir Vilhjálmur en hann á von á því að nokkrir ráðherrar auk forsætisráðherra og oddvitar flokkanna verði á fundinum. Hann segist eiga von á því að á fundinum á morgun fari fram umræður og svo í kjölfarið taki annað við. Eins og til dæmis einhvers konar greiningarvinna. „Við höfum tíma núna. Við stefnum að því að ná að ganga frá nýjum kjarasamningi áður en sá eldri rennur út. Þá höfum við út janúar til að gera það og ég ætla að leyfa mér, á þessari stundu, að vera vongóður um það. Það er einbeittur vilji hjá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að það raungerist.“ Sveitarfélögin næst Hann segir að verkalýðsforystan eigi í kjölfarið eftir að heyra í sveitarfélögunum og að í næstu viku verði óskað eftir fundum með forsvarsfólki Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir þessi mál. „Ávinningurinn fyrir sveitarfélögin að þetta takist til er gríðarlegur í ljósi erfiðrar skuldastöðu margra sveitarfélaga. Þau eru með verðtryggðar skuldir þannig það liggur alveg fyrir að það að ná niður verðbólgu og vöxtum mun bæta stöðu sveitarfélaga umtalsvert. Þannig er ávinningur þeirra að taka þátt í þessu verkefni mjög mikill,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það einbeittan vilja verkalýðsfélaganna að vinna að þessu því það þurfi að gera meira en að vinna að hófstilltum launahækkunum til að bæta kjör félagsmanna. Þau vinni að því að ná niður vöxtum og verðbólgu til að auka ráðstöfunartekjur. „Það skiptir höfuðmáli líka að aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins taki þátt í þessu. Haldi aftur af verðlagshækkunum eins og þau mögulega geta. Ef allir gera þetta mun okkur farnast betur að ná okkar markmiðum og verðbólgan mun lækka mun hraðar ef allir taka þátt.“ Hvernig líður þér núna fyrir fundinn? „Ég er mjög bjartsýnn á að allir séu að átta sig á mikilvægi þess að við förum þessa leið sem lýtur að þessari þjóðarsátt. Þar sem hagsmunir þjóðarinnar í heild sinni verða hafðir að leiðarljósi og við náum tökum á þessari verðbólgu sem hefur verið að hrjá okkur allt of lengi og gríðarlegu háu vaxtastigi. Það er sameiginlegt markmið okkar allra að ná góðum árangri og það mun skila sér í mun betri lífsskilyrðum okkar allra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Á fundinum verða auk Vilhjálms Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Eiður Stefánsson fyrir Landssamband verslunarmanna og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn. „Við munum fara yfir okkar áherslur og hvernig þeirra aðkoma þarf að vera. Að því sem ég vil kalla þjóðarsátt. Hvernig það geti raungerst og aðkoma stjórnvalda skiptir þar miklu máli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mikinn ávinning fyrir bæði ríki og sveitarfélög að fara þessa leið og að ávinningurinn sé miklu meiri en kostnaðurinn sem myndi skapast við að fara hana ekki. Hann segir verkalýðsforystuna hafa átt í óformlegum samskiptum við stjórnvöld og að þau samskipti hafi verið góð. Á fundinum á morgun verði samskiptin formlegri og að þar verði lögð fram sundurliðaðar áherslur verkalýðsforystunnar. „Það er líka til að auðvelda þeim að stilla upp og mæla út frá hinum ýmsu líkönum þegar slíkt er gert,“ segir hann og að það sem komi að stjórnvöldum lúti að miklu leyti að tilfærslukerfunum og húsnæðismálum. „Það þarf að ná tökum á húsnæðisvandanum hérna. En við munum fara yfir þessi mál með þeim á fundinum á morgun,“ segir Vilhjálmur en hann á von á því að nokkrir ráðherrar auk forsætisráðherra og oddvitar flokkanna verði á fundinum. Hann segist eiga von á því að á fundinum á morgun fari fram umræður og svo í kjölfarið taki annað við. Eins og til dæmis einhvers konar greiningarvinna. „Við höfum tíma núna. Við stefnum að því að ná að ganga frá nýjum kjarasamningi áður en sá eldri rennur út. Þá höfum við út janúar til að gera það og ég ætla að leyfa mér, á þessari stundu, að vera vongóður um það. Það er einbeittur vilji hjá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að það raungerist.“ Sveitarfélögin næst Hann segir að verkalýðsforystan eigi í kjölfarið eftir að heyra í sveitarfélögunum og að í næstu viku verði óskað eftir fundum með forsvarsfólki Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir þessi mál. „Ávinningurinn fyrir sveitarfélögin að þetta takist til er gríðarlegur í ljósi erfiðrar skuldastöðu margra sveitarfélaga. Þau eru með verðtryggðar skuldir þannig það liggur alveg fyrir að það að ná niður verðbólgu og vöxtum mun bæta stöðu sveitarfélaga umtalsvert. Þannig er ávinningur þeirra að taka þátt í þessu verkefni mjög mikill,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það einbeittan vilja verkalýðsfélaganna að vinna að þessu því það þurfi að gera meira en að vinna að hófstilltum launahækkunum til að bæta kjör félagsmanna. Þau vinni að því að ná niður vöxtum og verðbólgu til að auka ráðstöfunartekjur. „Það skiptir höfuðmáli líka að aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins taki þátt í þessu. Haldi aftur af verðlagshækkunum eins og þau mögulega geta. Ef allir gera þetta mun okkur farnast betur að ná okkar markmiðum og verðbólgan mun lækka mun hraðar ef allir taka þátt.“ Hvernig líður þér núna fyrir fundinn? „Ég er mjög bjartsýnn á að allir séu að átta sig á mikilvægi þess að við förum þessa leið sem lýtur að þessari þjóðarsátt. Þar sem hagsmunir þjóðarinnar í heild sinni verða hafðir að leiðarljósi og við náum tökum á þessari verðbólgu sem hefur verið að hrjá okkur allt of lengi og gríðarlegu háu vaxtastigi. Það er sameiginlegt markmið okkar allra að ná góðum árangri og það mun skila sér í mun betri lífsskilyrðum okkar allra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent