Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 16:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi vegið að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja og finnst að Hvalur ætti að leita réttar síns. Vísir/Arnar/Vilhelm Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. „Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
„Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29