Aukin einangrun milli tekjuhópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 12:16 Einangrun mismunandi tekjuhópa hefur farið vaxandi í Reykjavík samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun. Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“ Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“
Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira