Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 20:01 Ólafur á ekki von á því að málið felli ríkisstjórnina. Hann telur hins vegar sáralitlar líkur á að stjórnin haldi áfram eftir næstu kosningar, hvernig sem þær kunni að fara. Vísir/Ívar Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. Í kvöldfréttum okkar í gær sagðist forsætisráðherra ekki telja að álit umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar væri ástæða til afsagnar ráðherrans. Umboðsmaður taldi lagastoð hafa skort fyrir banninu og að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að forsætisráðherra hafi þegar rætt við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir að álitið kom fram á föstudag. „Það þýðir væntanlega að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi hafi krafist að hún segi af sér. Þannig að hópurinn sem talar svona fyrir því að það sé að minnsta kosti eðlilegt að hún segi af sér, eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lengi hafa verið órólegir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Sjálfstæðismenn verji Svandísi ekki með glöðu geði Einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir afsögn Svandísar vegna málsins, til að mynda Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Ólafur bendir á að tvær vantrausttillögur á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hafi verið felldar á kjörtímabilinu með hjálp þingmanna VG. „Ef það verður þannig að það verði borin fram vantrauststillaga og Sjálfstæðismenn munu ekki bara gera það með óbragð í munni, heldur kyngja ælunni eins og Brynjar Níelsson komst nú gjarnan að orði. Það er alveg augljóst að þeir munu ekki fella vantraust á Svandísi með glöðu geði, ekki frekar en VG-liðarnir felldu vantraust á þessa dómsmálaráðherra.“ Líklegast sé að forystufólk innan Sjálfstæðisflokks meti stöðuna svo að mikilvægara sé að halda samstarfinu gangandi, í það minnsta fram yfir næstu kjarasamninga. Brestirnir sífellt háværari Spurður segir Ólafur að málinu sé á vissan hátt lokið. „Í þeim skilningi að það verði ekki nein stórtíðindi núna á næstunni. En hins vegar mun þetta mál auðvitað sitja í bæði Vinstri grænum og auðvitað Sjálfstæðismönnum.“ Heldurðu að stjórnin springi út af þessu? „Nei, ég held að hún springi ekki út af þessu,“ segir Ólafur Hann telji þó sáralitlar líkur á að stjórnin haldi eftir næstu kosningar, sem að óbreyttu yrðu haustið 2025, miðað við fullt fjögurra ára kjörtímabil. „Eiginlega alveg sama hvernig þær fara. En ég held ennþá að það sé líklegra að það haldi út kjörtímabilið, eða að minnsta kosti til vorsins 2025, þó að brestirnir séu sífellt að verða háværari og háværari.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagðist forsætisráðherra ekki telja að álit umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar væri ástæða til afsagnar ráðherrans. Umboðsmaður taldi lagastoð hafa skort fyrir banninu og að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að forsætisráðherra hafi þegar rætt við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir að álitið kom fram á föstudag. „Það þýðir væntanlega að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi hafi krafist að hún segi af sér. Þannig að hópurinn sem talar svona fyrir því að það sé að minnsta kosti eðlilegt að hún segi af sér, eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lengi hafa verið órólegir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Sjálfstæðismenn verji Svandísi ekki með glöðu geði Einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir afsögn Svandísar vegna málsins, til að mynda Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Ólafur bendir á að tvær vantrausttillögur á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hafi verið felldar á kjörtímabilinu með hjálp þingmanna VG. „Ef það verður þannig að það verði borin fram vantrauststillaga og Sjálfstæðismenn munu ekki bara gera það með óbragð í munni, heldur kyngja ælunni eins og Brynjar Níelsson komst nú gjarnan að orði. Það er alveg augljóst að þeir munu ekki fella vantraust á Svandísi með glöðu geði, ekki frekar en VG-liðarnir felldu vantraust á þessa dómsmálaráðherra.“ Líklegast sé að forystufólk innan Sjálfstæðisflokks meti stöðuna svo að mikilvægara sé að halda samstarfinu gangandi, í það minnsta fram yfir næstu kjarasamninga. Brestirnir sífellt háværari Spurður segir Ólafur að málinu sé á vissan hátt lokið. „Í þeim skilningi að það verði ekki nein stórtíðindi núna á næstunni. En hins vegar mun þetta mál auðvitað sitja í bæði Vinstri grænum og auðvitað Sjálfstæðismönnum.“ Heldurðu að stjórnin springi út af þessu? „Nei, ég held að hún springi ekki út af þessu,“ segir Ólafur Hann telji þó sáralitlar líkur á að stjórnin haldi eftir næstu kosningar, sem að óbreyttu yrðu haustið 2025, miðað við fullt fjögurra ára kjörtímabil. „Eiginlega alveg sama hvernig þær fara. En ég held ennþá að það sé líklegra að það haldi út kjörtímabilið, eða að minnsta kosti til vorsins 2025, þó að brestirnir séu sífellt að verða háværari og háværari.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20