Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:58 Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01