Jú, það er ástæða til að hafa áhyggjur af næstu árum Hörður Arnarson skrifar 10. janúar 2024 08:00 „Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“ Þessi skilgreining á raforkuöryggi var sett inn í raforkulög árið 2021. Þá höfðu stjórnvöld áttað sig á nauðsyn þess að taka af skarið um þetta mikilvæga atriði, sem hafði verið óskýrt allt frá setningu raforkulaga árið 2003. Unnið er að því að skýra þessi nauðsynlegu viðmið um raforkuöryggi og hvernig fara skuli með eftirfylgni og ábyrgð í íslenska raforkukerfinu. Árið 2022 skilaði vinnuhópur tillögum að reglugerð sem nú eru til frekari skoðunar. Enn virðist vera nokkuð í land að skýrar tillögur komi fram. Þá er mögulegt að byggja þurfi sérstakar virkjanir til að sinna raforkuöryggi sem þýðir að reglugerðin gæti fyrst tekið gildi eftir 3-4 ár þegar þær hafa verið reistar. Eftir breytingarnar á raforkulögunum 2021 er ljóst að ábyrgð á raforkuöryggi liggur hjá stjórnvöldum. Aðilar á markaði eru ekki á eitt sáttir um hvort orkuöryggi almenna markaðarins sé ógnað og hvort stjórnvöld ættu að bregðast við. Eru heimilin í skjóli? Við hjá Landsvirkjun teljum að raforkuöryggi heimilanna sé ógnað og höfum hvatt stjórnvöld til að bregðast strax við. Mögulega sé raforka, sem síðustu ár hafi farið inn á almenna markaðinn, nú seld til stórnotenda. Þetta höfum við kallað „leka á milli markaða“. Forstjóri HS Orku hefur ítrekað stígið fram og fullyrt að engan slíkan leka sé að finna og kveðst hafa lagt fram fullnægjandi gögn um það. Í þeim gögnum horfir HS Orka hins vegar eingöngu til fortíðar, eða áranna 2020-2023. Enginn hefur reynt að halda því fram að þá hafi orkuöryggi verið ógnað. Áhyggjur okkar hjá Landsvirkjun eru af orkuörygginu á næstu árum, alveg sérstaklega á árunum 2024-2026, áður en orka frá nýjum virkjunum bætist við. Forstjóri HS Orku hefur ekkert upplýst opinberlega um áform fyrirtækisins á næstu árum. Ekkert hefur heldur heyrst um hvort HS Orka hyggst halda óbreyttu framboði orku á almenna markaðnum árin 2024-2026, sé miðað við nýliðið ár. Hin mikla aukning eftirspurnar á þeim markaði í heildsöluviðskiptum Landsvirkjunar gefur hins vegar skýrar vísbendingar um hvert stefnir. 25 % aukning eftirspurnar á markaði sem við vitum að vex í raun um 2-3% á ári hlýtur að vera stjórnvöldum áhyggjuefni. Ábyrgð á orkuöryggi heimilanna hvílir hjá þeim. Tillögurnar tvær Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að lagafrumvarp, sem lagt var fram í atvinnuveganefnd í desember, hafi ekki verið í samræmi við tillögur vinnuhópsins um orkuöryggi frá 2022. Með breytingum í meðförum nefndarinnar hafi það verið leiðrétt. Hið rétta er að báðar útfærslurnar byggja á tillögum sem vinnuhópurinn lagði fram. Þar var annars vegar lagt til að framboðskylda fyrir almenna markaðinn miðaðist við meðaltal framleiðslu fyrir almenna markaðinn síðustu þrjú ár eða að byggt væri á hlutfalli af heildarframleiðslu raforku á Íslandi. Hefði frumvarpið verið samþykkt með reglu um að Landsvirkjun bæri skylda til að afhenda 73% af orkunni á almennum markaði, þrátt fyrir að hafa nú eingöngu 50% hlutdeild á þeim markaði, þá hefði það orðið mjög íþyngjandi fyrir orkufyrirtæki þjóðarinnar. Það tæki okkur a.m.k. fjögur ár að byggja upp virkjanir til þess að mæta þessum óvæntu skyldum. Fram að því væri vart hægt að líta á lögin sem bindandi, því við ættum enga möguleika á að hlíta þeim. Þau myndu því ekki gagnast neitt til að tryggja orkuöryggi. Landsvirkjun stæði frammi fyrir þeim afarkosti að fjárfesta í nýjum virkjunum á borð við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir um 100 milljarða kr. og þurfa að nýta þær fyrst og fremst sem varaorku fyrir almenna markaðinn en ekki sem forgangsorku í orkuskipti og uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta væri mjög óhagkvæm leið til þess að tryggja raforkuöryggi á almenna markaðnum og hefði neikvæð áhrif á markmið stjórnvalda í orkuskiptum og atvinnuuppbyggingu. Á sama tíma hefði HS Orka frjálsar hendur til að selja um 30% af núverandi raforkuframleiðslu sinni til nýrra stórnotenda ef það hentaði þeim í stað þess að þjónusta almenna markaðinn og þyrfti ekki að fjárfesta neitt til að tryggja orkuöryggi á almenna markaðnum. Þetta þykir forstjóra HS Orku sanngjarnt fyrirkomulag og að fyrirtækið sé með því að sinna almenna markaðnum vel! Ég læt það í hendur lesenda að dæma hvort vænlegt sé til árangurs að knýja orkufyrirtæki þjóðarinnar til þess annað hvort að brjóta lög eða rjúfa samninga. Hvorugt er líklegt til að tryggja orkuöryggi almennings en hins vegar mjög líklegt til að skapa stjórnvöldum skaðabótaábyrgð. Samningar skulu standa Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að skjaldborg hafi verið slegið um stórnotendasölu Landsvirkjunar. Þar fetar hann sömu slóð og Samkeppniseftirlitið sem sendi frá sér álit í þá veru að staða Landsvirkjunar gagnvart stórnotendum, sem gert hefðu samninga við fyrirtækið, virtist tryggð. Í daglegu tali heitir það einfaldlega að samningar skuli standa. Landsvirkjun er bundin af langtíma samningum við viðskiptavini sína og leggur að sjálfsögðu kapp á að uppfylla þá samninga. Versta hugsanlega afleiðing þeirrar stöðu sem nú er uppi hlýtur að vera ef heimilin þurfa að keppa um raforkuna við fjársterkustu fyrirtæki landsins. Það er ójafn leikur. Stjórnvöldum ber að meta orkuöryggi heimilanna og grípa til viðeigandi ráðstafana sé því ógnað. Ábyrgðin er þeirra samkvæmt gildandi lögum. Heimilin og almenn fyrirtæki verða að ganga fyrir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Vindorkuver í Búrfellslundi Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
„Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“ Þessi skilgreining á raforkuöryggi var sett inn í raforkulög árið 2021. Þá höfðu stjórnvöld áttað sig á nauðsyn þess að taka af skarið um þetta mikilvæga atriði, sem hafði verið óskýrt allt frá setningu raforkulaga árið 2003. Unnið er að því að skýra þessi nauðsynlegu viðmið um raforkuöryggi og hvernig fara skuli með eftirfylgni og ábyrgð í íslenska raforkukerfinu. Árið 2022 skilaði vinnuhópur tillögum að reglugerð sem nú eru til frekari skoðunar. Enn virðist vera nokkuð í land að skýrar tillögur komi fram. Þá er mögulegt að byggja þurfi sérstakar virkjanir til að sinna raforkuöryggi sem þýðir að reglugerðin gæti fyrst tekið gildi eftir 3-4 ár þegar þær hafa verið reistar. Eftir breytingarnar á raforkulögunum 2021 er ljóst að ábyrgð á raforkuöryggi liggur hjá stjórnvöldum. Aðilar á markaði eru ekki á eitt sáttir um hvort orkuöryggi almenna markaðarins sé ógnað og hvort stjórnvöld ættu að bregðast við. Eru heimilin í skjóli? Við hjá Landsvirkjun teljum að raforkuöryggi heimilanna sé ógnað og höfum hvatt stjórnvöld til að bregðast strax við. Mögulega sé raforka, sem síðustu ár hafi farið inn á almenna markaðinn, nú seld til stórnotenda. Þetta höfum við kallað „leka á milli markaða“. Forstjóri HS Orku hefur ítrekað stígið fram og fullyrt að engan slíkan leka sé að finna og kveðst hafa lagt fram fullnægjandi gögn um það. Í þeim gögnum horfir HS Orka hins vegar eingöngu til fortíðar, eða áranna 2020-2023. Enginn hefur reynt að halda því fram að þá hafi orkuöryggi verið ógnað. Áhyggjur okkar hjá Landsvirkjun eru af orkuörygginu á næstu árum, alveg sérstaklega á árunum 2024-2026, áður en orka frá nýjum virkjunum bætist við. Forstjóri HS Orku hefur ekkert upplýst opinberlega um áform fyrirtækisins á næstu árum. Ekkert hefur heldur heyrst um hvort HS Orka hyggst halda óbreyttu framboði orku á almenna markaðnum árin 2024-2026, sé miðað við nýliðið ár. Hin mikla aukning eftirspurnar á þeim markaði í heildsöluviðskiptum Landsvirkjunar gefur hins vegar skýrar vísbendingar um hvert stefnir. 25 % aukning eftirspurnar á markaði sem við vitum að vex í raun um 2-3% á ári hlýtur að vera stjórnvöldum áhyggjuefni. Ábyrgð á orkuöryggi heimilanna hvílir hjá þeim. Tillögurnar tvær Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að lagafrumvarp, sem lagt var fram í atvinnuveganefnd í desember, hafi ekki verið í samræmi við tillögur vinnuhópsins um orkuöryggi frá 2022. Með breytingum í meðförum nefndarinnar hafi það verið leiðrétt. Hið rétta er að báðar útfærslurnar byggja á tillögum sem vinnuhópurinn lagði fram. Þar var annars vegar lagt til að framboðskylda fyrir almenna markaðinn miðaðist við meðaltal framleiðslu fyrir almenna markaðinn síðustu þrjú ár eða að byggt væri á hlutfalli af heildarframleiðslu raforku á Íslandi. Hefði frumvarpið verið samþykkt með reglu um að Landsvirkjun bæri skylda til að afhenda 73% af orkunni á almennum markaði, þrátt fyrir að hafa nú eingöngu 50% hlutdeild á þeim markaði, þá hefði það orðið mjög íþyngjandi fyrir orkufyrirtæki þjóðarinnar. Það tæki okkur a.m.k. fjögur ár að byggja upp virkjanir til þess að mæta þessum óvæntu skyldum. Fram að því væri vart hægt að líta á lögin sem bindandi, því við ættum enga möguleika á að hlíta þeim. Þau myndu því ekki gagnast neitt til að tryggja orkuöryggi. Landsvirkjun stæði frammi fyrir þeim afarkosti að fjárfesta í nýjum virkjunum á borð við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir um 100 milljarða kr. og þurfa að nýta þær fyrst og fremst sem varaorku fyrir almenna markaðinn en ekki sem forgangsorku í orkuskipti og uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta væri mjög óhagkvæm leið til þess að tryggja raforkuöryggi á almenna markaðnum og hefði neikvæð áhrif á markmið stjórnvalda í orkuskiptum og atvinnuuppbyggingu. Á sama tíma hefði HS Orka frjálsar hendur til að selja um 30% af núverandi raforkuframleiðslu sinni til nýrra stórnotenda ef það hentaði þeim í stað þess að þjónusta almenna markaðinn og þyrfti ekki að fjárfesta neitt til að tryggja orkuöryggi á almenna markaðnum. Þetta þykir forstjóra HS Orku sanngjarnt fyrirkomulag og að fyrirtækið sé með því að sinna almenna markaðnum vel! Ég læt það í hendur lesenda að dæma hvort vænlegt sé til árangurs að knýja orkufyrirtæki þjóðarinnar til þess annað hvort að brjóta lög eða rjúfa samninga. Hvorugt er líklegt til að tryggja orkuöryggi almennings en hins vegar mjög líklegt til að skapa stjórnvöldum skaðabótaábyrgð. Samningar skulu standa Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að skjaldborg hafi verið slegið um stórnotendasölu Landsvirkjunar. Þar fetar hann sömu slóð og Samkeppniseftirlitið sem sendi frá sér álit í þá veru að staða Landsvirkjunar gagnvart stórnotendum, sem gert hefðu samninga við fyrirtækið, virtist tryggð. Í daglegu tali heitir það einfaldlega að samningar skuli standa. Landsvirkjun er bundin af langtíma samningum við viðskiptavini sína og leggur að sjálfsögðu kapp á að uppfylla þá samninga. Versta hugsanlega afleiðing þeirrar stöðu sem nú er uppi hlýtur að vera ef heimilin þurfa að keppa um raforkuna við fjársterkustu fyrirtæki landsins. Það er ójafn leikur. Stjórnvöldum ber að meta orkuöryggi heimilanna og grípa til viðeigandi ráðstafana sé því ógnað. Ábyrgðin er þeirra samkvæmt gildandi lögum. Heimilin og almenn fyrirtæki verða að ganga fyrir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar