Reykjavík eignist nýja vini í Palestínu Stefán Pálsson skrifar 11. janúar 2024 07:00 Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun