Ólöf tekur við kynningarmálum hjá Hampiðjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 09:35 Ólöf Snæhólm hefur starfað við kynningarmál í vel á annan áratug. Hampiðjan hefur ráðið Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur í starf samskipta- og kynningarfulltrúa. Ólöf var ein 63 umsækjenda um starfið og hefur hún hafið störf. Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var hún upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í áratug. Ólöf lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Hampiðjan er öflugt, alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir vegna aukinna umsvifa og skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Það kallar á nýjar áherslur í samskiptum við hluthafa, viðskiptavini og aðra hagaðila. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja með öflugum hópi samstarfsfólks,“ segir Ólöf. Stærsta veiðarfærafyrirtæki í heimi Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að rekstur Hampiðjusamstæðunnar er umfangsmikill. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1934 og er það nú stærsta veiðarfærafyrirtæki heims með 51 dótturfyrirtæki innan sinna vébanda,“ segir í tilkynningu. Samstæðan sé með starfsstöðvar á 76 stöðum í 21 landi og ríflega 2.000 starfsmenn og teygir starfsemin sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja-Sjálands í austri. „Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætíð verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem síðustu tvo áratugina hefur orðið ráðandi á markaði með byltingarkenndum vörum og lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað. Hampiðjan var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í júní 2023.“ Hjörtur Erlendsson forstjóri segir mikinn feng fyrir Hampiðjuna að fá Ólöfu til starfa. „Hún býr að mikilli reynslu, færni og þekkingu sem eiga eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Okkar bíða aðkallandi verkefni í hinum stafræna heimi ásamt miðlun upplýsinga og áframhaldandi mótun markaðsstarfs Hampiðjunnar, bæði hér heima og sem erlendis og þar kemur Ólöf sterk inn,“ segir Hjörtur. Vistaskipti Sjávarútvegur Hampiðjan Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var hún upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í áratug. Ólöf lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Hampiðjan er öflugt, alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir vegna aukinna umsvifa og skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Það kallar á nýjar áherslur í samskiptum við hluthafa, viðskiptavini og aðra hagaðila. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja með öflugum hópi samstarfsfólks,“ segir Ólöf. Stærsta veiðarfærafyrirtæki í heimi Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að rekstur Hampiðjusamstæðunnar er umfangsmikill. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1934 og er það nú stærsta veiðarfærafyrirtæki heims með 51 dótturfyrirtæki innan sinna vébanda,“ segir í tilkynningu. Samstæðan sé með starfsstöðvar á 76 stöðum í 21 landi og ríflega 2.000 starfsmenn og teygir starfsemin sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja-Sjálands í austri. „Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætíð verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem síðustu tvo áratugina hefur orðið ráðandi á markaði með byltingarkenndum vörum og lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað. Hampiðjan var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í júní 2023.“ Hjörtur Erlendsson forstjóri segir mikinn feng fyrir Hampiðjuna að fá Ólöfu til starfa. „Hún býr að mikilli reynslu, færni og þekkingu sem eiga eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Okkar bíða aðkallandi verkefni í hinum stafræna heimi ásamt miðlun upplýsinga og áframhaldandi mótun markaðsstarfs Hampiðjunnar, bæði hér heima og sem erlendis og þar kemur Ólöf sterk inn,“ segir Hjörtur.
Vistaskipti Sjávarútvegur Hampiðjan Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira