Kauphöllin kallar eftir nýrri umgjörð utan um erlent eignarhald í sjávarútvegi
![Forsvarsmenn Kauphallarinnar og Ísfélagsins þegar hlutabréf sjávarútvegsfélagsins voru tekin til viðskipta á markaði í liðnum mánuði.](https://www.visir.is/i/D90155543156908B488CEC1A6F2EE9129F6DD3CE55AF5FDF2713834A0191390F_713x0.jpg)
Forsvarsmenn íslensku Kauphallarinnar mæla fyrir breytingum á umgjörð utan um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem núna dregur úr gagnsæi og girðir í reynd nánast fyrir aðkomu slíkra fjárfesta, og vilja að regluverkið um erlent eignarhald verði svipað og gildir um flugrekstur hér á landi. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars valdið því að íslensku sjávarútvegsfélögin eru ekki gjaldgeng í alþjóðlegar hlutabréfavísitölur ólíkt öðrum stórum skráðum félögum.