Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 11:32 Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir á ári. getty Samkvæmt Opnum reikningum kostar kaffineysla hið opinbera sitt. Starfsmenn ríkisins spara í engu við sig í mat og drykk og alls ekki þegar gæðakaffi er annars vegar. Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“ Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00