Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 11:32 Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir á ári. getty Samkvæmt Opnum reikningum kostar kaffineysla hið opinbera sitt. Starfsmenn ríkisins spara í engu við sig í mat og drykk og alls ekki þegar gæðakaffi er annars vegar. Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“ Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00