Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2024 12:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum hjá sér til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira