Ekkert barnabann í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 13. janúar 2024 16:00 Kristinn Andersen hjá HÍ segir að skólinn reyni eftir bestu getu að koma til móts við fólk. Sama hvort það varðar börn þeirra eða einhver sérstök úrræði sem þau þurfa til að sinna námi sínu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira