Jólagjafir, tölvur og nóg af nærbuxum í töskunni Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 12:01 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu hafa mikinn tíma til að drepa á stórmótum, á milli þess sem þeir spila leiki sem öll þjóðin fylgist með. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu eru margir orðnir býsna vanir því að verja janúar á hóteli – á stórmóti. Helsta vopn þeirra til að drepa tímann með á vonandi löngu móti í Þýskalandi eru Ipadar og aðrar tölvur. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31
„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00
Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31