Íslenskt menntakerfi - stórar áskoranir Hermundur Sigmundsson, Einar Gunnarsson og Svava Hjaltalín skrifa 15. janúar 2024 11:00 Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Svava Þ. Hjaltalín Hermundur Sigmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun