Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Margrét Björk Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 11:58 Ríkisstjórnin hélt sérstakan aukafund í morgun um hamfarirnar í Grindavík. Vísir/Einar Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira