Sérsveitinni hent út úr vagninum fyrir of góða stemningu Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 16:09 Sérsveitin er vel skipuð og gæti gert gæfumuninn í kvöld þegar Ísland og Ungverjaland mætast í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á EM í handbolta. Hér er hópurinn í München í dag með Sonju fremsta í flokki. VÍSIR/VILHELM Stemningin hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta, sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum við Ungverjaland á EM í kvöld, var hreinlega of mikil fyrir þýskan sporvagnsstjóra. „Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06
Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38
Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02