Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2024 08:01 Leikmenn landsliðsins ósáttir eftir leikinn í gær. Vísir/vilhelm „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira