Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2024 13:27 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. einar árnason Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“ Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“
Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35