Skorað á meirihlutann að spyrna fótum gegn fátækt og ójöfnuði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 23. janúar 2024 11:30 Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun