Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 23:08 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. Þetta sagði Bjarni á Facebook í dag en ummæli hans í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gær um málefni flóttafólks hafa vakið þónokkra athygli. Til að mynda sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um störf þingsins í dag, að Bjarni hefði með ummælum sínum í Silfrinu rofið sögulegt þagnarbindindi þegar hann veitti fyrsta fjölmiðlaviðtal ársins. „Tilefnið var hneykslan ráðherrans á mótmælum sem eiga sér stað fyrir utan Alþingi þar sem fólk frá Palestínu er að kalla eftir viðbrögðum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í viðtalinu í Silfrinu hafnaði hann því að hann væri að slá nýjan tón í útlendingaandúð enda má það svo sem til sanns vegar færa, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur stigið þau skref mörg á kjörtímabilinu,“ sagði Andrés Ingi. Örfáum mínútum eftir að hann steig niður úr pontu Alþingis hafði Bjarni birt færslu á Facebook þar sem hann sór af sér hatursorðræðu og rasisma. Allt að fimm þúsund umsóknir á ári Bjarni segir að árin 2022 og 2023 hafi borist á milli 4.000 og 5.000 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi, hvort ár um sig. „Þessar tölur kallast á við heildaríbúafjölda í Vestmannaeyjum, eða í Grindavík, en þess má vænta að fjöldinn verði ekki ósvipaður í ár.“ Kostnaður við að meðhöndla þessar beiðnir hafi verið um fimmtán milljarðar króna á ári. Um 2.800 umsækjendur séu í þjónustu á vegum Vinnumálastofnunar, og meðal annars hafi þurft að leigja hótel til að finna pláss fyrir fólk. Gert sé ráð fyrir að bæta þurfi við um 1.000 til 1.500 plássum í búsetuúrræðum á árinu. Fram hafi komið tillögur á þinginu um neyðarráðstafanir þess efnis að sveitarfélög geti breytt skipulagi, svo búa megi á svæðum sem ekki eru ætluð íbúum. Á sama tíma segi sveitarfélög, nú síðast Hafnarfjörður, að þeirra innviðir ráði ekki við frekari fjölgun. Raunsæi en ekki hatursorðræða falið í umræðunni Bjarni segir að vart þurfi að hafa fleiri orð en þetta um að öllu máli skipti að þjóðin þurfi að vera raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. „Flest hljótum við að vilja aðstoða fólk í neyð, en það er líka algjört grundvallaratriði að geta tekið vel á móti því fólki. Lausnir okkar geta ekki byggst á að vera hér með mun rýmri og opnari reglur en aðrir. Linnulaus og vaxandi þrýstingur á innviði skapar hvorki góðar aðstæður fyrir þá sem hingað leita, né þá sem hér eru fyrir – sér í lagi þegar við tökumst á við risavaxnar áskoranir innanlands.“ Þá segir hann að í umræðu um málefni flóttafólks og umgjörð þeirra felist ekki hatursorðræða eða rasismi, heldur raunsæi. „Umræðan dugar þó ekki ein og sér, heldur er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglur. Dómsmálaráðherra er með frumvörp tilbúin í þeim tilgangi. Mikilvægt er að þau fái framgang á Alþingi, sem því miður hefur allt of oft brugðist í þessum efnum.“ Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Mótmælendur mæta þingmönnum: „Almenningur fylgist með“ Nokkur hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á sama tíma og þing kemur saman í dag. Skipuleggjandi segir aðgerðaleysi stjórnmálamanna gagnvart þjóðarmorði á Gasa ekki boðlegt 22. janúar 2024 13:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þetta sagði Bjarni á Facebook í dag en ummæli hans í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gær um málefni flóttafólks hafa vakið þónokkra athygli. Til að mynda sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um störf þingsins í dag, að Bjarni hefði með ummælum sínum í Silfrinu rofið sögulegt þagnarbindindi þegar hann veitti fyrsta fjölmiðlaviðtal ársins. „Tilefnið var hneykslan ráðherrans á mótmælum sem eiga sér stað fyrir utan Alþingi þar sem fólk frá Palestínu er að kalla eftir viðbrögðum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í viðtalinu í Silfrinu hafnaði hann því að hann væri að slá nýjan tón í útlendingaandúð enda má það svo sem til sanns vegar færa, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur stigið þau skref mörg á kjörtímabilinu,“ sagði Andrés Ingi. Örfáum mínútum eftir að hann steig niður úr pontu Alþingis hafði Bjarni birt færslu á Facebook þar sem hann sór af sér hatursorðræðu og rasisma. Allt að fimm þúsund umsóknir á ári Bjarni segir að árin 2022 og 2023 hafi borist á milli 4.000 og 5.000 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi, hvort ár um sig. „Þessar tölur kallast á við heildaríbúafjölda í Vestmannaeyjum, eða í Grindavík, en þess má vænta að fjöldinn verði ekki ósvipaður í ár.“ Kostnaður við að meðhöndla þessar beiðnir hafi verið um fimmtán milljarðar króna á ári. Um 2.800 umsækjendur séu í þjónustu á vegum Vinnumálastofnunar, og meðal annars hafi þurft að leigja hótel til að finna pláss fyrir fólk. Gert sé ráð fyrir að bæta þurfi við um 1.000 til 1.500 plássum í búsetuúrræðum á árinu. Fram hafi komið tillögur á þinginu um neyðarráðstafanir þess efnis að sveitarfélög geti breytt skipulagi, svo búa megi á svæðum sem ekki eru ætluð íbúum. Á sama tíma segi sveitarfélög, nú síðast Hafnarfjörður, að þeirra innviðir ráði ekki við frekari fjölgun. Raunsæi en ekki hatursorðræða falið í umræðunni Bjarni segir að vart þurfi að hafa fleiri orð en þetta um að öllu máli skipti að þjóðin þurfi að vera raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. „Flest hljótum við að vilja aðstoða fólk í neyð, en það er líka algjört grundvallaratriði að geta tekið vel á móti því fólki. Lausnir okkar geta ekki byggst á að vera hér með mun rýmri og opnari reglur en aðrir. Linnulaus og vaxandi þrýstingur á innviði skapar hvorki góðar aðstæður fyrir þá sem hingað leita, né þá sem hér eru fyrir – sér í lagi þegar við tökumst á við risavaxnar áskoranir innanlands.“ Þá segir hann að í umræðu um málefni flóttafólks og umgjörð þeirra felist ekki hatursorðræða eða rasismi, heldur raunsæi. „Umræðan dugar þó ekki ein og sér, heldur er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglur. Dómsmálaráðherra er með frumvörp tilbúin í þeim tilgangi. Mikilvægt er að þau fái framgang á Alþingi, sem því miður hefur allt of oft brugðist í þessum efnum.“
Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Mótmælendur mæta þingmönnum: „Almenningur fylgist með“ Nokkur hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á sama tíma og þing kemur saman í dag. Skipuleggjandi segir aðgerðaleysi stjórnmálamanna gagnvart þjóðarmorði á Gasa ekki boðlegt 22. janúar 2024 13:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50
Mótmælendur mæta þingmönnum: „Almenningur fylgist með“ Nokkur hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á sama tíma og þing kemur saman í dag. Skipuleggjandi segir aðgerðaleysi stjórnmálamanna gagnvart þjóðarmorði á Gasa ekki boðlegt 22. janúar 2024 13:01