Frá þessu greinir Akureyri.net. Í frétt bæjarmiðilsins segir að tveir af hverjum þremur fundarmönnum hafi greitt atkvæði með tillögunni, sem lögð var fram af þrettán akademískum starfsmönnum Félagsvísinda- og Viðskiptadeilda.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, greindi frá því á dögunum að Háskólaráð háskólanna á Akureyri og Bifröst hefði samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Sameinaður skólinn yrði næststærsti háskóli landsins.
Í frétt Akureyrar.net segir að háskólafundur sé samráðsvettvangur fulltrúa yfirstjórnar Háskólans á Akureyri, fræðasviða hans, fulltrúa starfsmanna við stjórnsýslu skólans og fulltrúa nemenda og kennara.
Ályktun starfsmannanna þrettán hafi verið samþykkt af 25 fundarmönnum en þrettán hafi greitt atkvæði gegn henni.