Nær öll Ameríka heldur með tveimur liðum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 12:30 Langstærsti hluti Bandaríkjanna vill ekki sjá Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs í Super Bowl í ár. Getty/Cooper Neill/ Stærstu leikir helgarinnar í amerískum íþróttum eru án vafa úrslitaleikir deildanna í NFL deildinni. Bara fjögur lið eru eftir í úrslitakeppninni og sæti í Super Bowl í boði á sunnudaginn. Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira