LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2024 17:15 Málið kom upp í rektorstíð Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Kristín Eysteinsdóttir er í dag rektor LHÍ sem gerir athugasemdir við niðurstöðu kærunefndarinnar. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans. Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans.
Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28