Mahomes, Kelce og auðvitað Taylor Swift líka í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 06:31 Travis Kelce of Taylor Swift fagna saman sigri Kansas City Chiefs í leikslok. Getty/Patrick Smith Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers mætast í Super Bowl í ár en þetta varð ljóst eftir úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024 NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn