Ákærður fyrir að gabba lögregluna með sprengjuhótun: „Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 07:00 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að senda tvær sprengjuhótanir sem bárust með tæplega 25 mínútna millibili í gegnum tölvupóst seint á febrúarkvöldi 2023. Manninum er gefið að sök að hafa gabbað lögregluna með misnotkun hættumerkja. Með því hafi hann framið brot gegn valdstjórninni. „Eins og ríkið veit, mun sprengjan springa í dag. Greinið lögreglunni frá því að einhvers staðar á næstu fimm kílómetrum er sprengjugildra. Dauðinn eru endalok ykkar […] Áttið ykkur á því að ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur allt sem ég hef safnað í langan tíma. Maðurinn meinar það sem hann segir,“ segir í hótun sem maðurinn á að hafa sent á ótilgreint opinbert netfang. Fram kemur í ákæru að engin sprengja hafi verið til staðar. „Staðurinn er uppfullur af sprengiefnum. Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa,“ segir í hinni hótuninni sem var send á ótilgreind bæjaryfirvöld. Fram kemur að hún hafi orðið til þess að starfsstöðvar hafi verið rýmdar að morgni næsta dags og að lögregla hafi framið sprengjuleit í húsnæðinu án árangurs. Héraðssaksóknari höfðar málið gegn manninum, en það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa gabbað lögregluna með misnotkun hættumerkja. Með því hafi hann framið brot gegn valdstjórninni. „Eins og ríkið veit, mun sprengjan springa í dag. Greinið lögreglunni frá því að einhvers staðar á næstu fimm kílómetrum er sprengjugildra. Dauðinn eru endalok ykkar […] Áttið ykkur á því að ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur allt sem ég hef safnað í langan tíma. Maðurinn meinar það sem hann segir,“ segir í hótun sem maðurinn á að hafa sent á ótilgreint opinbert netfang. Fram kemur í ákæru að engin sprengja hafi verið til staðar. „Staðurinn er uppfullur af sprengiefnum. Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa,“ segir í hinni hótuninni sem var send á ótilgreind bæjaryfirvöld. Fram kemur að hún hafi orðið til þess að starfsstöðvar hafi verið rýmdar að morgni næsta dags og að lögregla hafi framið sprengjuleit í húsnæðinu án árangurs. Héraðssaksóknari höfðar málið gegn manninum, en það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira