Littler svarar Van Gerwen: „Kominn í deild stóru strákanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 16:31 Keppendurnir átta sem taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti (frá vinstri): Peter Wright, Rob Cross, Nathan Aspinall, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Michael Smith, Gerwyn Price og Luke Littler. getty/David Davies Píluungstirnið Luke Littler gaf lítið fyrir skot Michaels van Gerwen og svaraði Hollendingnum fullum hálsi. Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters. Pílukast Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Sjá meira
Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters.
Pílukast Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Sjá meira