Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 19:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent