Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2024 14:33 Lögreglumennirnir héldu á öðrum drengnum inn í ómerktan lögreglubíl. Mikill viðbúnaður lögreglu var á mótmælunum í dag. Aðsend Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. Vilborg Saga Stefánsdóttir nemandi var viðstödd mótmælin og segir engan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. „Það voru allir að færa sig yfir á annað svæði svo ég elti. Þar voru lögreglumenn í hrúgu með krökkunum,“ segir Vilborg Saga og að hún hafi tekið eftir einhvers konar orðaskaki á milli krakkanna og lögreglumannanna. Héldu á súrmjólkurfernum Hún segir að annar drengjanna hafi þá gengið burt en stuttu seinna hafi fimm lögreglumenn hlaupið að honum og haldið á honum í ómerktan lögreglubíl. Stuttu seinna hafi hinn drengurinn verið handtekinn af lögreglumönnum. Myndband af handtökunni má sjá hér að neðan. Vilborg Saga segir að drengirnir hafi haldið á súrmjólkurfernum en hafi ekki verið að henda úr þeim á þinghúsið. Þeir hafi í raun ekkert verið að gera. Hún segir marga hafa verið orðið hrædda í kjölfar handtökunnar. Sýndu ekki meðalhóf Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir var einnig á mótmælunum. Hún var ekki vitni að aðdraganda handtökunnar en segist hafa séð drengina flutta í lögreglubíl og telur að lögreglan hafi alls ekki sýnt meðalhóf við aðgerðir sínar. „Það var rosalega mikill viðbúnaður lögreglu frá upphafi. Allt frá því að mótmælin hófust klukkan 11. Bæði fyrir framan Alþingishúsið og stór hópur lögreglumanna sem fór að aftan inn í hóp unglinga sem voru að mótmæla,“ segir Ragnheiður og að lögreglan hafi varið miklum tíma að tala við unglingana inn í hópnum. Mikill fjöldi var samankomin á mótmælunum í morgun. Vísir/Kristín „Heildarupplifunin var sérstök því lögreglan fór inn í hópinn allt frá upphafi mótmælanna. Ég held að upplifun unglinganna af því hafi ekki verið góð,“ segir Ragnheiður Freyja. Tilkynnt til barnaverndar Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að drengirnir séu á framhaldsskólaaldri og að þeir hafi verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Þar hafi þeir verið sóttir af foreldrar sínum. „Þeir voru handteknir fyrir að hindra lögreglu við störf, fyrir skemmdarverk og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ítrekað,“ segir Ásgeir Þór. Hvað varðar framhaldið segir hann ljóst að lögregla gerir skýrslu um málið og að þetta verði tilkynnt til barnaverndar. Ekkert annað hafi verið ákveðið. Mótmælin fóru ekki vel fram Mótmælin sem fóru fram á Austurvelli voru skipulögð af nemendum í Hagaskóla en þau mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að fjölskyldusameiningum fólks frá Gasa. Krakkarnir gengu út úr tíma klukkan 10.30 og niður á Austurvöll þar sem þau mótmæltu við Alþingi. Eggjum hefur verið kastað á þinghúsið í morgun.Vísir/Kristín Spurður hvort að mótmælin hafi annars farið fram með góðum hætti svarar Ásgeir Þór því neitandi. „Það var verið að grýta Alþingishúsið með eggjum og að finna klakabúta og grýta. Nei, ég myndi ekki segja að þetta hafi farið algerlega vel fram,“ segir Ásgeir. Á mótmælum í gær og í dag mátti sjá fleiri lögreglumenn við störf en á fyrri mótmælum. Ásgeir segir að hvert mál metið fyrir sig og þörf á viðbúnaði. „Við metum hvert mál og hvern viðburð fyrir sig. Þessir tveir hafa verið metnir þannig að við töldum nauðsynlegt að vera með fleiri lögreglumenn en við höfum verið með allajafna.“ Grunnskólar Framhaldsskólar Réttindi barna Alþingi Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Tengdar fréttir Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. 5. febrúar 2024 21:55 „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Vilborg Saga Stefánsdóttir nemandi var viðstödd mótmælin og segir engan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. „Það voru allir að færa sig yfir á annað svæði svo ég elti. Þar voru lögreglumenn í hrúgu með krökkunum,“ segir Vilborg Saga og að hún hafi tekið eftir einhvers konar orðaskaki á milli krakkanna og lögreglumannanna. Héldu á súrmjólkurfernum Hún segir að annar drengjanna hafi þá gengið burt en stuttu seinna hafi fimm lögreglumenn hlaupið að honum og haldið á honum í ómerktan lögreglubíl. Stuttu seinna hafi hinn drengurinn verið handtekinn af lögreglumönnum. Myndband af handtökunni má sjá hér að neðan. Vilborg Saga segir að drengirnir hafi haldið á súrmjólkurfernum en hafi ekki verið að henda úr þeim á þinghúsið. Þeir hafi í raun ekkert verið að gera. Hún segir marga hafa verið orðið hrædda í kjölfar handtökunnar. Sýndu ekki meðalhóf Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir var einnig á mótmælunum. Hún var ekki vitni að aðdraganda handtökunnar en segist hafa séð drengina flutta í lögreglubíl og telur að lögreglan hafi alls ekki sýnt meðalhóf við aðgerðir sínar. „Það var rosalega mikill viðbúnaður lögreglu frá upphafi. Allt frá því að mótmælin hófust klukkan 11. Bæði fyrir framan Alþingishúsið og stór hópur lögreglumanna sem fór að aftan inn í hóp unglinga sem voru að mótmæla,“ segir Ragnheiður og að lögreglan hafi varið miklum tíma að tala við unglingana inn í hópnum. Mikill fjöldi var samankomin á mótmælunum í morgun. Vísir/Kristín „Heildarupplifunin var sérstök því lögreglan fór inn í hópinn allt frá upphafi mótmælanna. Ég held að upplifun unglinganna af því hafi ekki verið góð,“ segir Ragnheiður Freyja. Tilkynnt til barnaverndar Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að drengirnir séu á framhaldsskólaaldri og að þeir hafi verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Þar hafi þeir verið sóttir af foreldrar sínum. „Þeir voru handteknir fyrir að hindra lögreglu við störf, fyrir skemmdarverk og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ítrekað,“ segir Ásgeir Þór. Hvað varðar framhaldið segir hann ljóst að lögregla gerir skýrslu um málið og að þetta verði tilkynnt til barnaverndar. Ekkert annað hafi verið ákveðið. Mótmælin fóru ekki vel fram Mótmælin sem fóru fram á Austurvelli voru skipulögð af nemendum í Hagaskóla en þau mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að fjölskyldusameiningum fólks frá Gasa. Krakkarnir gengu út úr tíma klukkan 10.30 og niður á Austurvöll þar sem þau mótmæltu við Alþingi. Eggjum hefur verið kastað á þinghúsið í morgun.Vísir/Kristín Spurður hvort að mótmælin hafi annars farið fram með góðum hætti svarar Ásgeir Þór því neitandi. „Það var verið að grýta Alþingishúsið með eggjum og að finna klakabúta og grýta. Nei, ég myndi ekki segja að þetta hafi farið algerlega vel fram,“ segir Ásgeir. Á mótmælum í gær og í dag mátti sjá fleiri lögreglumenn við störf en á fyrri mótmælum. Ásgeir segir að hvert mál metið fyrir sig og þörf á viðbúnaði. „Við metum hvert mál og hvern viðburð fyrir sig. Þessir tveir hafa verið metnir þannig að við töldum nauðsynlegt að vera með fleiri lögreglumenn en við höfum verið með allajafna.“
Grunnskólar Framhaldsskólar Réttindi barna Alþingi Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Tengdar fréttir Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. 5. febrúar 2024 21:55 „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10
Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. 5. febrúar 2024 21:55
„Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18