Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2024 22:17 Agnar Smári skoraði sjö mörk fyrir Val í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Í kvöld fór fram fyrsti leikur 15. umferð Olís-deildar karla þegar Fram fékk Val í heimsókn. Völtuðu Valsarar yfir heimamenn í leiknum. Lokatölur 28-36. Var leikurinn mjög hraður í upphafi, Valsmenn keyrðu hraðann upp og Framararnir hlupu með. Valur komst í 1-4 eftir fimm mínútna leik þar sem Magnús Óli Magnússon fór á kostum og skoraði þrjú mörk í röð, sem reyndust vera hans einu mörk í fyrri hálfleiknum. Heimamenn voru þó fljótir að jafna, staðan 5-5, en þá tóku Valsmenn yfirhöndina í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók tvö leikhlé í fyrri hálfleiknum, á 16. og 25. mínútu, þar sem hans menn áttu í vandræðum með uppstilltan sóknarleik. Valsmenn hefðu geta nýtt sér þau vandræði heimamanna betur en nokkur hraðaupphlaup fóru í súginn hjá Val vegna óhnitmiðaðra sendinga. Hálfleikstölur voru 14-17 gestunum í vil sem jafnframt klúðruðu lokasókn fyrri hálfleiksins þrátt fyrir að hafa tekið leikhlé til að útfæra hana. Valsarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins. Var munurinn á liðunum þá orðinn fimm mörk og náðu Framarar aldrei að gera alvöru áhlaup að þeirri forystu. Á síðasta korteri leiksins keyrðu gestirnir yfir heimamenn í Fram, þrátt fyrir að hafa dregið aðeins úr hraðanum miðað við í fyrri hálfleik. Lokatölur líkt og fyrr segir 28-36. Annar sigur Vals í jafn mörgum leikjum eftir EM pásuna en Fram hefur tapað báðum sínum leikjum nokkuð sannfærandi. Af hverju vann Valur? Leikplan Vals gekk einfaldlega upp í kvöld. Þeir náðu að keyra á Framarana linnulaust þegar heimamenn lágu vel við höggi og stóðu svo vörnina vel. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll stóð sína plikt í marki Vals og varði 16 skot sem gerir 36,4% markvörslu. Agnar Smári Jónsson var markahæstur gestanna með sjö mörk en Andri Finnsson átti frábæran leik einnig fyrir Val. Andri með sex mörk úr jafn mörgum skotum og tvö fiskuð víti. Hjá heimamönnum var fátt um fína drætti. Reynir Þór Stefánsson endaði sem markahæsti maður Fram með sjö mörk, en mikið mæddi á Reyni í leiknum í heldur bitlausum uppstilltum sóknarleik Framara. Hvað gekk illa? Annan leikinn í röð er uppstilltur sóknarleikur Framara að svíkja þá. Lélegt flæði og menn hikandi í sínum aðgerðum. Færa má rök fyrir því að Fram hafi verið með besta sóknarliðið fyrir áramót en liðið skoraði þá flest mörk allra liða í Olís-deildinni. Einar Jónsson, þjálfari Fram, þarf að finna lausnir á þessu vandamáli upp á framhaldið að gera. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er ekki fyrr en 22. febrúar, á heimavelli, þegar liðið mætir Selfyssingum í Olís-deildinni. Næsti leikur Vals er á sunnudaginn þegar serbneska liðið RK Metaloplastika kemur í heimsókn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Einar Jónsson: Við erum bara andlausir og þungir Einar Jónsson, þjálfari Fram.Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög niðurlútur eftir leik og var ómyrkur í máli. „Við vorum bara lélegir, það er ekkert flóknara en það. Við erum bara andlausir og þungir á okkur einhvern veginn. Síðustu tveir leikir bara alls ekki góðir. Ég er svo sem ekki með einhverjar haldbærar skýringar á því.“ Einari finnst sínir leikmenn vera búnir að vera með lélegt hugarfar í fyrstu tveimur leikjum liðsins eftir áramót og fer það í taugarnar á honum. „Við erum bara í miklu basli með uppstilltan sóknarleik og vorum það í síðasta leik líka. Það eru bara of margir sem eru bara farþegar hérna og við megum bara ekki við því. Við þurfum framlag frá fleiri leikmönnum. Bottomlineið er bara það að hugarfarið hjá okkur er lélegt, það er það sem fer mest í taugarnar á mér. Ef við erum ekki með gott hugarfar þá, því miður, er mjög erfitt að breyta einhverju. Það er mjög sérstakt að fara úr því að vera eitt besta sóknarliðið í deildinni fyrir áramót og raun og veru engar breytingar átt sér stað með sóknarleikinn hjá okkur en við erum bara fyrirsjáanlegir og hægir.“ Fram spilar ekki fyrr en eftir rúmar tvær vikur þar sem liðið er ekki enn í Powerade bikarnum og að leik liðsins gegn FH var frestað vegna Evrópuþátttöku Hafnfirðinga. Einar tekur þessari pásu feginshendi þrátt fyrir að vera nýkominn úr löngu hléi. „Við erum að fara í langa pásu núna. Ég held að við höfum bara gott af því sko. Eins og staðan er í dag þá veitir okkur ekkert af því að bara æfa og reyna að drilla þetta aðeins og líka bara aðeins að fara að skoða inn í hausinn á mönnum, hver og einn. Ég verð bara að vera alveg hreinskilin með þetta en það er bara leiðinlegt að horfa á þetta, það er bara leiðinlegt að horfa á okkur spila handbolta,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur
Í kvöld fór fram fyrsti leikur 15. umferð Olís-deildar karla þegar Fram fékk Val í heimsókn. Völtuðu Valsarar yfir heimamenn í leiknum. Lokatölur 28-36. Var leikurinn mjög hraður í upphafi, Valsmenn keyrðu hraðann upp og Framararnir hlupu með. Valur komst í 1-4 eftir fimm mínútna leik þar sem Magnús Óli Magnússon fór á kostum og skoraði þrjú mörk í röð, sem reyndust vera hans einu mörk í fyrri hálfleiknum. Heimamenn voru þó fljótir að jafna, staðan 5-5, en þá tóku Valsmenn yfirhöndina í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók tvö leikhlé í fyrri hálfleiknum, á 16. og 25. mínútu, þar sem hans menn áttu í vandræðum með uppstilltan sóknarleik. Valsmenn hefðu geta nýtt sér þau vandræði heimamanna betur en nokkur hraðaupphlaup fóru í súginn hjá Val vegna óhnitmiðaðra sendinga. Hálfleikstölur voru 14-17 gestunum í vil sem jafnframt klúðruðu lokasókn fyrri hálfleiksins þrátt fyrir að hafa tekið leikhlé til að útfæra hana. Valsarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins. Var munurinn á liðunum þá orðinn fimm mörk og náðu Framarar aldrei að gera alvöru áhlaup að þeirri forystu. Á síðasta korteri leiksins keyrðu gestirnir yfir heimamenn í Fram, þrátt fyrir að hafa dregið aðeins úr hraðanum miðað við í fyrri hálfleik. Lokatölur líkt og fyrr segir 28-36. Annar sigur Vals í jafn mörgum leikjum eftir EM pásuna en Fram hefur tapað báðum sínum leikjum nokkuð sannfærandi. Af hverju vann Valur? Leikplan Vals gekk einfaldlega upp í kvöld. Þeir náðu að keyra á Framarana linnulaust þegar heimamenn lágu vel við höggi og stóðu svo vörnina vel. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll stóð sína plikt í marki Vals og varði 16 skot sem gerir 36,4% markvörslu. Agnar Smári Jónsson var markahæstur gestanna með sjö mörk en Andri Finnsson átti frábæran leik einnig fyrir Val. Andri með sex mörk úr jafn mörgum skotum og tvö fiskuð víti. Hjá heimamönnum var fátt um fína drætti. Reynir Þór Stefánsson endaði sem markahæsti maður Fram með sjö mörk, en mikið mæddi á Reyni í leiknum í heldur bitlausum uppstilltum sóknarleik Framara. Hvað gekk illa? Annan leikinn í röð er uppstilltur sóknarleikur Framara að svíkja þá. Lélegt flæði og menn hikandi í sínum aðgerðum. Færa má rök fyrir því að Fram hafi verið með besta sóknarliðið fyrir áramót en liðið skoraði þá flest mörk allra liða í Olís-deildinni. Einar Jónsson, þjálfari Fram, þarf að finna lausnir á þessu vandamáli upp á framhaldið að gera. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er ekki fyrr en 22. febrúar, á heimavelli, þegar liðið mætir Selfyssingum í Olís-deildinni. Næsti leikur Vals er á sunnudaginn þegar serbneska liðið RK Metaloplastika kemur í heimsókn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Einar Jónsson: Við erum bara andlausir og þungir Einar Jónsson, þjálfari Fram.Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög niðurlútur eftir leik og var ómyrkur í máli. „Við vorum bara lélegir, það er ekkert flóknara en það. Við erum bara andlausir og þungir á okkur einhvern veginn. Síðustu tveir leikir bara alls ekki góðir. Ég er svo sem ekki með einhverjar haldbærar skýringar á því.“ Einari finnst sínir leikmenn vera búnir að vera með lélegt hugarfar í fyrstu tveimur leikjum liðsins eftir áramót og fer það í taugarnar á honum. „Við erum bara í miklu basli með uppstilltan sóknarleik og vorum það í síðasta leik líka. Það eru bara of margir sem eru bara farþegar hérna og við megum bara ekki við því. Við þurfum framlag frá fleiri leikmönnum. Bottomlineið er bara það að hugarfarið hjá okkur er lélegt, það er það sem fer mest í taugarnar á mér. Ef við erum ekki með gott hugarfar þá, því miður, er mjög erfitt að breyta einhverju. Það er mjög sérstakt að fara úr því að vera eitt besta sóknarliðið í deildinni fyrir áramót og raun og veru engar breytingar átt sér stað með sóknarleikinn hjá okkur en við erum bara fyrirsjáanlegir og hægir.“ Fram spilar ekki fyrr en eftir rúmar tvær vikur þar sem liðið er ekki enn í Powerade bikarnum og að leik liðsins gegn FH var frestað vegna Evrópuþátttöku Hafnfirðinga. Einar tekur þessari pásu feginshendi þrátt fyrir að vera nýkominn úr löngu hléi. „Við erum að fara í langa pásu núna. Ég held að við höfum bara gott af því sko. Eins og staðan er í dag þá veitir okkur ekkert af því að bara æfa og reyna að drilla þetta aðeins og líka bara aðeins að fara að skoða inn í hausinn á mönnum, hver og einn. Ég verð bara að vera alveg hreinskilin með þetta en það er bara leiðinlegt að horfa á þetta, það er bara leiðinlegt að horfa á okkur spila handbolta,“ sagði Einar að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti