Tölum um hvalrekaskatt Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. febrúar 2024 17:00 Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera. Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja. Þaulreynd aðferðafræði Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki. Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs. Ekki spurning um hægri eða vinstri Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu. Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða. Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skattar og tollar Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera. Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja. Þaulreynd aðferðafræði Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki. Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs. Ekki spurning um hægri eða vinstri Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu. Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða. Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun