„Þá er þetta bara búið hjá okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2024 21:09 Verðmætabjörgun fyrirtækja í Grindavík fór fram í dag. Vísir Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt. Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09
Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42